Þessi tafla sýnir lýsigögn fyrir þann mælikvarða sem er fáanlegur úr íslenskum gögnum og er líkastur alþjóðlegum heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu þjóðanna. Vinsamlegast takið eftir að jafnvel þótt alþjóðlegur heimsmarkmiðamælikvarði Sameinuðu þjóðanna sé aðgengilegur úr íslenskum gögnum, ber að hafa þessa töflu til hliðsjónar fyrir upplýsingar um innlenda aðferðarfræði og önnur íslensk lýsigögn
Þessi tafla sýnir lýsigögn fyrir heimsmarkmiðamælikvarða eins og þeir eru skilgreindir af tölfræðistofnun Sameinuðu þjóðanna. Fullbúin alþjóðleg lýsigögn eru fáanleg frá tölfræðistofnun Sameinuðu þjóðanna
Heiti mælikvarða |
Hlutfall fólks með undir helming af meðaltekjum, eftir kyni, aldri og fötluðum einstaklingum. |
---|---|
Númer undirmarkmiðs |
10.2 |
Lýsing á alþjóðlegum mælikvarða |
Þessi mælikvarði sýnir afstæða fátækt innan þjóða. Hann mælir hversu langt einstaklingar eru frá miðgildis lífskjörum í því samfélagi sem þeir búa, og er vísir að mælingu á félagslegri útilokun. Einstaklingar sem búa við afstæða fátækt upplifa oft margvíslegar birtingamyndir félagslegs og efnahagslegs ójöfnuðar m.a. í gegnum atvinnuleysi, lakar heimilisaðstæður, ófullnægjandi heilbrigðisþjónustu og fyrirstöður í aðgengi að menntun og annara efnahagslegra, félagslegra, pólitískra og menningarlegra athafna, sem getur leitt af sér félagslega einangrun og jaðarsetningu. |
Aðferðarfræðiflokkun Sameinuðu þjóðanna |
3 |
Vörslustofnun Sameinuðu þjóðanna |
Barnahjálp Sameinuðu Þjóðanna (UNICEF) Alþjóðabankinn (World Bank) |
Hlekkur á lýsigögn Sameinuðu Þjóðanna | Lýsigögn Sameinuðu Þjóðanna (PDF 4.0 MB) opnast í nýjum glugga |