Þessi tafla sýnir lýsigögn fyrir þann mælikvarða sem er fáanlegur úr íslenskum gögnum og er líkastur alþjóðlegum heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu þjóðanna. Vinsamlegast takið eftir að jafnvel þótt alþjóðlegur heimsmarkmiðamælikvarði Sameinuðu þjóðanna sé aðgengilegur úr íslenskum gögnum, ber að hafa þessa töflu til hliðsjónar fyrir upplýsingar um innlenda aðferðarfræði og önnur íslensk lýsigögn
Birtur mælikvarði |
Matarsóun (í tonnum og kg á íbúa á ári) |
---|---|
Lýsing mælikvarða |
Matarsóun heimila og fyrirtækja mælt í tonnum á ári og sem kg á íbúa á ári. |
Landfræðileg þekja |
Ísland |
Mælieining |
Tonn, Kg á íbúa |
Skilgreiningar |
Matur er skilgreindur sem efni sem ætlað er til neyslu. Óætur úrgangur er skilgreindur sem sá hluti matvæla sem ekki er ætlaður til manneldis. Óætur úrgangur getur falið í sér vökva og olíu sem hellt er niður. Gögn um matarsóun fyrirtækja ná aðeins til þjónustu og neyslu innan þess geira, en ekki til framleiðslu. Ítarlegri upplýsingar um aðferðarfræði má finna í matarsóunarrannsókn umhverfisstofnunar. |
Útreikningar |
Engir útreikningar voru framkvæmdir en gögn voru notuð eins og þau birtast í matarsóunarrannsókn umhverfisstofnunar. |
Athugasemdir og takmarkanir |
Þessi mælikvarði er notaður sem nálgun á heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu Þjóðanna. Þar sem því má við komast er unnið að því að finna eða þróa íslensk gögn til að uppfylla forskrift Sameinuðu Þjóðanna. Þessi mælikvarði var fundinn í samstarfi við sérfræðinga á þessu sviði. |