Þessi tafla sýnir lýsigögn fyrir þann mælikvarða sem er fáanlegur úr íslenskum gögnum og er líkastur alþjóðlegum heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu þjóðanna. Vinsamlegast takið eftir að jafnvel þótt alþjóðlegur heimsmarkmiðamælikvarði Sameinuðu þjóðanna sé aðgengilegur úr íslenskum gögnum, ber að hafa þessa töflu til hliðsjónar fyrir upplýsingar um innlenda aðferðarfræði og önnur íslensk lýsigögn
Birtur mælikvarði |
Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á ári. |
---|---|
Lýsing mælikvarða |
Tvenns konar loftlagsbókhald er haldið á Íslandi. Annars vegar er bókhald um losun sem á sér stað innan landamæra Íslands og skilað er til Loftlagssamnings Sameinuðu Þjóðanna (UNFCCC) af Umhverfisstofnun og gefið út í árlegum NIR skýrslum (e. National Inventory Reports). Hins vegar er bókhald um losun sem á sér stað innan hagkerfis Íslands, það er haldið af Hagstofu Íslands og skilað til Tölfræðistofnunar Evrópu (Eurostat) sem hluti af losunarbókhaldi lofttegunda (e. Air Emissions Acounts - AEA). Loftlagsbókhald UNFCCC er sundurliðað eftir uppsprettum gróðurhúsalofttegunda en bókahld Eurostat er sundurliðað eftir NACE atvinnugreinaflokkum. |
Landfræðileg þekja |
Íslandi |
Mælieining |
kílótonn koltvíoxíðs ígilda |
Athugasemdir og takmarkanir |
Gögn fylgja forskrift Sameinuðu Þjóðanna fyrir þennan mælikvarða. Þessi mælikvarði var fundinn í samstarfi við sérfræðinga í málefninu. |