Þessi tafla sýnir lýsigögn fyrir þann mælikvarða sem er fáanlegur úr íslenskum gögnum og er líkastur alþjóðlegum heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu þjóðanna. Vinsamlegast takið eftir að jafnvel þótt alþjóðlegur heimsmarkmiðamælikvarði Sameinuðu þjóðanna sé aðgengilegur úr íslenskum gögnum, ber að hafa þessa töflu til hliðsjónar fyrir upplýsingar um innlenda aðferðarfræði og önnur íslensk lýsigögn
Birtur mælikvarði |
Hlutfall ungra kvenna og karla á aldrinum 14-20 ára sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. |
---|---|
Landfræðileg þekja |
Ísland |
Mælieining |
Hundraðshlutar (%) |
Skilgreiningar |
Rannsóknamiðstöðin Rannsóknir & greining leggja reglulega fyrir spurningarlista fyrir grunnskólanemendur í 8,9 og 10 bekk grunnskóla þar sem nemendur svara spurningum um ýmislegt sem tengist námi og heimilislífi, þar á meðal ofbeldi. Í þessum mælikvarða er birt hlutfall svarenda eftir kyni og aldri sem svöruðu játandi spurningunum; “Þú orðið fyrir kynferðislegri misnotkun a hálfu jafnaldra eða annars unglings” og “Þú orðið fyrir kynferðislegu misnotkun/ofbeldi af hálfu fullorðins einstaklings” |
Athugasemdir og takmarkanir |
Þessi mælikvarði er notaður sem nálgun á heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu Þjóðanna. Þar sem því má við komast er unnið að því að finna eða þróa íslensk gögn til að uppfylla forskrift Sameinuðu Þjóðanna. Þessi mælikvarði var fundinn í samstarfi við sérfræðinga á þessu sviði. |