Þessi tafla sýnir lýsigögn fyrir þann mælikvarða sem er fáanlegur úr íslenskum gögnum og er líkastur alþjóðlegum heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu þjóðanna. Vinsamlegast takið eftir að jafnvel þótt alþjóðlegur heimsmarkmiðamælikvarði Sameinuðu þjóðanna sé aðgengilegur úr íslenskum gögnum, ber að hafa þessa töflu til hliðsjónar fyrir upplýsingar um innlenda aðferðarfræði og önnur íslensk lýsigögn
Birtur mælikvarði |
Umfang peningasendinga sem hlutfall af vergri heildarlandsframleiðslu. |
---|---|
Landfræðileg þekja |
Ísland |
Mælieining |
Hundraðshlutar (%) |
Skilgreiningar |
Persónulegar peningasendingar innifela bæði persónulegar millifærslur og laun starfsmanna. Persónulegar millifærslur innifela allar núverandi millifærslur eða greiðslur sem eiga sér stað milli innlendra og erlendra heimila. Þannig innifela persónulegar millifærslur allar millifærslur milli innlendra og erlendra einstaklinga. Laun starfsmanna fela í sér allar tekjur tímabundinna starfsmanna sem starfa í hagkerfi hvar þeir eru ekki ríkisborgarar, sem og laun sem ríkisborgarar þiggja frá erlendum vinnuveitenda. Mælikvarðinn sýnir summu þessa tveggja þátta eins og skilgreint er í sjöttu útgáfu handbókar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðlun greiðslujafnaðar. |