Gögn um þennan mælikvarða eru fengin frá Erfðanefnd Landbúnaðarins

Erfðaefni plantna er varðveitt í NordGen fræbankanum.

Í heildina eru þar varðveitt 12 tegundir plantna af 352 yrkjum, að mestu grastegundir en einnig melgresi, gulrófur og bygg. Aukinheldur eru tvær tegundir varðveittar sem klónar í ræktun, tvö yrki kartaflna og sjö yrki af rabbabara.

Alls eru varðveittar erfðaauðlindir átta búfjártegunda: Nautgripir, sauðfé og forystufé, hross, geitur, hænsn og hundar.

Unnin hefur verið landsáætlun um verndun erfðaauðlinda í íslenskri náttúru og landbúnaði sem er aðgengileg hér

Þessi tafla sýnir lýsigögn fyrir þann mælikvarða sem er fáanlegur úr íslenskum gögnum og er líkastur alþjóðlegum heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu þjóðanna. Vinsamlegast takið eftir að jafnvel þótt alþjóðlegur heimsmarkmiðamælikvarði Sameinuðu þjóðanna sé aðgengilegur úr íslenskum gögnum, ber að hafa þessa töflu til hliðsjónar fyrir upplýsingar um innlenda aðferðarfræði og önnur íslensk lýsigögn

Þessi tafla sýnir lýsigögn fyrir heimsmarkmiðamælikvarða eins og þeir eru skilgreindir af tölfræðistofnun Sameinuðu þjóðanna. Fullbúin alþjóðleg lýsigögn eru fáanleg frá tölfræðistofnun Sameinuðu þjóðanna

Aftur upp