Þessi tafla sýnir lýsigögn fyrir þann mælikvarða sem er fáanlegur úr íslenskum gögnum og er líkastur alþjóðlegum heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu þjóðanna. Vinsamlegast takið eftir að jafnvel þótt alþjóðlegur heimsmarkmiðamælikvarði Sameinuðu þjóðanna sé aðgengilegur úr íslenskum gögnum, ber að hafa þessa töflu til hliðsjónar fyrir upplýsingar um innlenda aðferðarfræði og önnur íslensk lýsigögn
Birtur mælikvarði |
Fjöldi erfðaauðlinda plantna og dýra á sviði matvæla og landbúnaðar sem komið hefur verið tryggilega fyrir í varðveisluaðstöðu til meðallangs og langs tíma. |
---|---|
Landfræðileg þekja |
Ísland |
Mælieining |
Fjöldi erfðaauðlinda sem varðveittar eru |
Skilgreiningar |
Varðveisla erfðamengis plantna og dýra til framleiðslu matvæla í landbúnaði í genabönkum til meðallangs eða langs tíma er áreiðanlegasta leiðin til að varðveita erfðaauðlindir. Erfðaauðlindir sem varðveittar eru í slíkum aðstöðum er auðvelt að koma í notkun í landbúnaði. Fjöldi erfðaauðlinda sem varðveittar eru gefur vísbendingar um það hversu vel er staðið að því að að viðhalda eða auka erfðafræðilegan fjölbreytileika fyrir framtíðarnotkun og þannig verjast gegn varanlegum tapi á erfðafræðilegum fjölbreytileika. Þættir þessa mælikvarða, erfðmengni plantna og dýra eru taldir sér. Erfðauðlindir plantna sem eru varðveittar eru taldar sem fjöldi innlagna í genabanka til meðallangs eða langs tíma. Staðlar fyrir genabanka fyrir erfðaauðlindir plantna fyrir matvæli og landbúnað leggja grunninn fyrir bestu núverandi aðferðir við varðveislu erfðaefnis plantna og styðja við alþjóðlega stefnumótun vegna varðveislu og notkun erfðauðlinda plantna. Þessir staðlar voru samþykktir af nefnd matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu Þjóðanna um erfðaauðlindir fyrir matvæli og landbúnað á fjórtánda reglubundna fundi nefndarinnar. |
Athugasemdir og takmarkanir |
Gögn fylgja forskrift Sameinuðu Þjóðanna fyrir þennan mælikvarða. Þessi mælikvarði var fundinn í samstarfi við sérfræðinga á þessu sviði. |