Þessi tafla sýnir lýsigögn fyrir þann mælikvarða sem er fáanlegur úr íslenskum gögnum og er líkastur alþjóðlegum heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu þjóðanna. Vinsamlegast takið eftir að jafnvel þótt alþjóðlegur heimsmarkmiðamælikvarði Sameinuðu þjóðanna sé aðgengilegur úr íslenskum gögnum, ber að hafa þessa töflu til hliðsjónar fyrir upplýsingar um innlenda aðferðarfræði og önnur íslensk lýsigögn
Birtur mælikvarði |
Leitnistuðull fyrir landbúnað í útgjöldum hins opinbera. |
---|---|
Landfræðileg þekja |
Ísland |
Mælieining |
Leitnistuðull fyrir landbúnað í útgjöldum hins opinbera. (AOI) |
Skilgreiningar |
Leitnistuðull fyrir landbúnað í útgjöldum hins opinbera (AOI) er skilgreindur sem hlutdeild landbúnaðar í útgjöldum hins opinbera, deilt með hludeild landbúnaðar í landsframleiðslu (GDP). Landbúnaður er skilgreindur sem samtala landbúnaðar-, skógarhöggs-, sjávarútvegs-, og veiðigeira. Mælikvarðinn er einingalaus stuðull reiknaður sem hlutfall þessara tveggja þátta. Farið er fram á að stjórnvöld skili upplýsingum um útgjöld samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum á virkni yfirvalda (COFOG), og hlutdeild landbúnaðar í landsframleiðslu samkvæmt kerfi þjóðarbókhalds (SNA). |
Útreikningar |
AOI = (Hlutdeild landbúnaðar í útgjöldum hins opinbera / Hlutdeild landbúnaðar í landsframleiðslu), þar sem i) Hlutdeild landbúnaðar í útgjöldum hins opinbera = (Útgjöld hins opinbera til landbúnaðar / Heildarútgjöld hins opinbera); og ii) Hludeild landbúnaðar í landsframleiðslu = (Virðisaukning í landbúnaði / landsframleiðsla landbúnaðar) sem vísar í flokk A í ISIC útg. 4 (landbúnaður, skógrækt, veiðar og fiskveiðar), sem er jafnt flokkum A+B í ISIC útg. 3.2. |
Athugasemdir og takmarkanir |
Gögn fylgja forskrift Sameinuðu Þjóðanna fyrir þennan mælikvarða. Þessi mælikvarði var ekki fundinn í samstarfi við sérfræðinga á þessu sviði. |