Þessi tafla sýnir lýsigögn fyrir þann mælikvarða sem er fáanlegur úr íslenskum gögnum og er líkastur alþjóðlegum heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu þjóðanna. Vinsamlegast takið eftir að jafnvel þótt alþjóðlegur heimsmarkmiðamælikvarði Sameinuðu þjóðanna sé aðgengilegur úr íslenskum gögnum, ber að hafa þessa töflu til hliðsjónar fyrir upplýsingar um innlenda aðferðarfræði og önnur íslensk lýsigögn
Birtur mælikvarði |
Brautskráningarhlutfall nemenda í framhaldsskóla |
---|---|
Landfræðileg þekja |
Ísland |
Mælieining |
Hundraðshlutar (%) |
Skilgreiningar |
Taldir eru nýnemar í dagskóla á framhaldsskólastigi, þ.e. þeir sem eru í fyrsta skipti skráðir í nám á þessu skólastigi í nemendaskrá Hagstofu Íslands frá upphafi hennar árið 1975. Tölur frá 1995 eiga við alla nemendur, en fáir nemendur utan dagskólanemenda eru þó inni í tölunum. Þessum hópi nýnema er fylgt eftir í fjögur ár, sex ár og sjö ár og talinn fjöldi þeirra sem hafa lokið prófi eftir a.m.k. tveggja ára nám á framhaldsskólastigi, samkvæmt prófaskrá Hagstofu Íslands. Sumir hafa lokið námi bæði úr almennu námi og starfsnámi og eru taldir bæði til brautskráðra úr bóknámi og starfsnámi, en aðeins einu sinni í heildartölum. |
Útreikningar |
Engir útreikningar voru framkvæmdir við gagnasöfnun á þessum mælikvarða þar sem viðeigandi gögn voru til staðar. Varðandi innsæi í mögulega útreikninga gagnaveitenda er vísað í frumheimildir. |
Athugasemdir og takmarkanir |
Samkvæmt lögum nr 91/2008 um grunnskóla er öllum börnum á aldrinum 6-16 ára skylt að sækja grunnskóla. Ekki er sérstaklega safnað gögnum um brautskráningu barna úr grunnskóla en gert er ráð fyrir að 100% allra barna á grunnskóla aldri brautskráist þaðan. Þessi mælikvarði er notaður sem nálgun á heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu Þjóðanna. Þar sem því má við komast er unnið að því að finna eða þróa íslensk gögn til að uppfylla forskrift Sameinuðu Þjóðanna. Þessi mælikvarði var fundinn í samstarfi við sérfræðinga á þessu sviði. |