Hagstofa Íslands safnar upplýsingum um færni fólks á ýmsum sviðum upplýsingatækni sem hluta af samevrópskri rannsókn, Information Society Statistics. Hagstofan hóf þessa gagnasöfnun aftur árið 2017 eftir nokkurra ára hlé. Í rannsókninni er slík færni greind í fjóra þætti, þ.e. 1) öflun og varðveisla upplýsinga; 2) samskipti; 3) kerfisfærni; og 4) hugbúnaður. Færni fólks á hverju sviði er metin á þríkosta skala: 1) skortir grunnfærni; 2) grunnfærni; 3) meira en grunnfærni. Að lokum er búinn til samsettur mælikvarði á almennri færni sem tekur mið af færni fólks á ólíkum sviðum. Það eru tengsl á milli aldurs fólks og færni við notkun upplýsingatækni, þ.e. nær allir undir 45 ára aldri hafa grunnfærni á öllum sviðum en svo minnkar færnin á hverju aldursbili þar fyrir ofan. Engu að síður er grunnfærni á öllum sviðum almenn í eldri aldurshópunum.

Undirflokkar

Veljið flokka úr valmyndinni að neðan til að sjá mismunandi sundurliðun gagna. Sumir verða ekki aðgengilegir fyrr en yfirflokkur hefur verið valinn.

Sækja grunn CSV

Sækja gögn fyrir sundurliðun CSV (.csv)

Engin gögn tiltæk

Þessi tafla sýnir lýsigögn fyrir þann mælikvarða sem er fáanlegur úr íslenskum gögnum og er líkastur alþjóðlegum heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu þjóðanna. Vinsamlegast takið eftir að jafnvel þótt alþjóðlegur heimsmarkmiðamælikvarði Sameinuðu þjóðanna sé aðgengilegur úr íslenskum gögnum, ber að hafa þessa töflu til hliðsjónar fyrir upplýsingar um innlenda aðferðarfræði og önnur íslensk lýsigögn

Þessi tafla sýnir lýsigögn fyrir heimsmarkmiðamælikvarða eins og þeir eru skilgreindir af tölfræðistofnun Sameinuðu þjóðanna. Fullbúin alþjóðleg lýsigögn eru fáanleg frá tölfræðistofnun Sameinuðu þjóðanna

Aftur upp