Þessi tafla sýnir lýsigögn fyrir þann mælikvarða sem er fáanlegur úr íslenskum gögnum og er líkastur alþjóðlegum heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu þjóðanna. Vinsamlegast takið eftir að jafnvel þótt alþjóðlegur heimsmarkmiðamælikvarði Sameinuðu þjóðanna sé aðgengilegur úr íslenskum gögnum, ber að hafa þessa töflu til hliðsjónar fyrir upplýsingar um innlenda aðferðarfræði og önnur íslensk lýsigögn
Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020, hafa það að markmiði að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns og koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Þau kveða jafnframt á um með hvaða hætti skuli efla, framfylgja og hafa eftirlit með því hvort kynin njóti jafnréttis og að þeim sé ekki mismunað.
Þessi tafla sýnir lýsigögn fyrir heimsmarkmiðamælikvarða eins og þeir eru skilgreindir af tölfræðistofnun Sameinuðu þjóðanna. Fullbúin alþjóðleg lýsigögn eru fáanleg frá tölfræðistofnun Sameinuðu þjóðanna
Heiti mælikvarða |
Hvort til staðar er lagarammi sem miðar að því að efla, framfylgja og hafa eftirlit með því hvort kynin njóti jafnréttis og að þeim sé ekki mismunað. |
---|---|
Númer undirmarkmiðs |
5.1 |
Aðferðarfræðiflokkun Sameinuðu þjóðanna |
3 |
Vörslustofnun Sameinuðu þjóðanna |
Kvennréttindasamtök Sameinuðu Þjóðanna (UN Women), Alþjóðabankinn (World Bank), Þróunarskrifstofa Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD Development Centre) |
Hlekkur á lýsigögn Sameinuðu Þjóðanna | Lýsigögn Sameinuðu Þjóðanna (pdf 634kB) opnast í nýjum glugga |