Þessi tafla sýnir lýsigögn fyrir þann mælikvarða sem er fáanlegur úr íslenskum gögnum og er líkastur alþjóðlegum heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu þjóðanna. Vinsamlegast takið eftir að jafnvel þótt alþjóðlegur heimsmarkmiðamælikvarði Sameinuðu þjóðanna sé aðgengilegur úr íslenskum gögnum, ber að hafa þessa töflu til hliðsjónar fyrir upplýsingar um innlenda aðferðarfræði og önnur íslensk lýsigögn
Birtur mælikvarði |
Hlutfall kvenna og stúlkna eldri en 15 ára sem hafa verið í sambandi og orðið fyrir líkamlegu, kynferðislegu eða andlegu ofbeldi af hálfu núverandi eða fyrrverandi sambúðarmaka á síðastliðnum 12 mánuðum, eftir tegund ofbeldis og aldri. |
---|---|
Lýsing mælikvarða |
Hlutfall heimilisofbeldis (andlegt/líkamlegt ofbeldi, hótanir, kynferðisofbeldi og umsátur) á síðastliðnum 12 mánuðum meðal kvenna 15 ára og eldri. |
Landfræðileg þekja |
Ísland |
Mælieining |
Hundraðshlutar (%) |
Skilgreiningar |
Samkvæmt yfirlýsingu Sameinuðu Þjóðanna um útrýmingu ofbeldis gagnvart konum (1993), er ofbeldi gagnvart konum “Hver sú athöfn sem veldur, eða er líkleg til að valda, líkamlegum, kynferðislegum eða andlegum skaða eða þjáningu kvenna, þar með talið hótanir slíkra athafna, þvíngun eða frelsissvipting, hvort sem það á sér stað á almannafæri eða í einrúmi. Ofbeldi gagnvart konum skal ná utan um, en ekki vera takmarkað við, eftirfarandi - Líkamlegt, Kynferðislegt og Andlegt obeldi […]”. Sjá hér fulla skilgreiningu. Ofbeldi í nánum samböndum innifelur obeldi sem framið er af núverandi eða fyrrverandi maka/sambýlismanni/kærasta. |
Athugasemdir og takmarkanir |
Þessi mælikvarði er notaður sem nálgun á heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu Þjóðanna. Þar sem því má við komast er unnið að því að finna eða þróa íslensk gögn til að uppfylla forskrift Sameinuðu Þjóðanna. Þessi mælikvarði var fundinn í samstarfi við sérfræðinga á þessu sviði. |