Þessi tafla sýnir lýsigögn fyrir þann mælikvarða sem er fáanlegur úr íslenskum gögnum og er líkastur alþjóðlegum heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu þjóðanna. Vinsamlegast takið eftir að jafnvel þótt alþjóðlegur heimsmarkmiðamælikvarði Sameinuðu þjóðanna sé aðgengilegur úr íslenskum gögnum, ber að hafa þessa töflu til hliðsjónar fyrir upplýsingar um innlenda aðferðarfræði og önnur íslensk lýsigögn
Birtur mælikvarði |
Hlutfall kvenna og stúlkna eldri en 15 ára sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á síðastliðnum 12 mánuðum. |
---|---|
Lýsing mælikvarða |
Hlutfall kvenna og stúlkna eldri en 15 ára sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á síðastliðnum 12 mánuðum. |
Landfræðileg þekja |
Ísland |
Mælieining |
Hundraðshlutar (%) |
Skilgreiningar |
Kynferðisofbeldi er skilgreint sem hverskyns skaðleg eða óvelkomin kynferðisleg hegðun gagnvart þolenda. Það felur meðal annars í sér ofbeldisfulla kynferðislega snertingu, þvingaða þátttöku í kynferðislegum athöfnum, kynferðislegar athafnir án upplýsts samþykis, sifjaspell, kynferðisleg áreitni o.s.frv. Hinsvegar, er í flestum spurningarkönnunum sem safna gögnum um kynferðislegt ofbeldi gagnvart konum og stúlkum af hendi aðila sem þær eru ekki nánu sambandi við, aðeins safnað upplýsingum um þvinguð kynferðismök gegn þeirra vilja eða tilraun til þvingaðra kynferðismaka. |
Útreikningar |
Fjöldi kvenna og stúlkna sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi í aldurshópi / heildar fjöldi kvenna og stúlkna (eldri en 15 ára) í aldurshópi * 100 |
Athugasemdir og takmarkanir |
Þessi mælikvarði er notaður sem nálgun á heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu Þjóðanna. Þar sem því má við komast er unnið að því að finna eða þróa Íslensk gögn til að uppfylla forskrift Sameinuðu Þjóðanna. Þessi mælikvarði var fundinn í samstarfi við sérfræðinga á þessu sviði. |