Þessi tafla sýnir lýsigögn fyrir þann mælikvarða sem er fáanlegur úr íslenskum gögnum og er líkastur alþjóðlegum heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu þjóðanna. Vinsamlegast takið eftir að jafnvel þótt alþjóðlegur heimsmarkmiðamælikvarði Sameinuðu þjóðanna sé aðgengilegur úr íslenskum gögnum, ber að hafa þessa töflu til hliðsjónar fyrir upplýsingar um innlenda aðferðarfræði og önnur íslensk lýsigögn
Birtur mælikvarði |
Koltvísýringslosun á virðisaukaeiningu eftir atvinnugreinum |
---|---|
Lýsing mælikvarða |
Koltvísýringslosun á virðisaukaeiningu er reiknuð með því að deila losun gróðuhúsalofttegunda í koltvísýringsígildum með vinnsluvirði atvinnugreina á föstu verðgildi. Vinnsluvirði er skilgreint sem munurinn á framleiðslu og aðföngum fyrir hverja atvinnugrein, eða munur á virði framleiddra vara og þjónustu og kostnað við hráefni og önnur aðföng sem notuð eru í framleiðsluna. Vinnsluvirði er leiðrétt fyrir verðbólgu og gefið í Bandaríkjadölum á verðlagi ársins 2010. |
Landfræðileg þekja |
Ísland |
Mælieining |
Kilótonn / Milljónir USD |
Athugasemdir og takmarkanir |
Gögn fylgja forskrift Sameinuðu Þjóðanna fyrir þennan mælikvarða. Þessi mælikvarði var fundinn í samstarfi við sérfræðinga á þessu sviði. |