Þessi tafla sýnir lýsigögn fyrir þann mælikvarða sem er fáanlegur úr íslenskum gögnum og er líkastur alþjóðlegum heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu þjóðanna. Vinsamlegast takið eftir að jafnvel þótt alþjóðlegur heimsmarkmiðamælikvarði Sameinuðu þjóðanna sé aðgengilegur úr íslenskum gögnum, ber að hafa þessa töflu til hliðsjónar fyrir upplýsingar um innlenda aðferðarfræði og önnur íslensk lýsigögn
Birtur mælikvarði |
Hlutfall (%) íbúa sem býr á heimilum sem eiga í hættu á viðvarandi fátækt. |
---|---|
Lýsing mælikvarða |
Hlutfall (%) íbúa sem búa á heimilum sem metin eru í hættu á viðvarandi fátækt í innlendu samhengi. Mælingar á landsbundinni fátækt eru mikilvægar fyrir innlenda stefnumótun. Landsbundin fátæktarmörk eru notuð til að fá nákvæmari mat á fátækt sem samrýmist efnahagslegum og félagslegum aðstæðum í hverju landi fyrir sig, en eru ekki ætluð fyrir alþjóðlegan samanburð á fátæktarmörkum.’ |
Landfræðileg þekja |
Ísland |
Mælieining |
Hundraðshlutar (%) |
Útreikningar |
Engir útreiknigar voru framkvæmdir þar sem gögn lágu þegar fyrir. |
Athugasemdir og takmarkanir |
Þessi mælikvarði er notaður sem nálgun á heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu Þjóðanna. Þar sem því má við komast er unnið að því að finna eða þróa íslensk gögn til að uppfylla forskrift Sameinuðu Þjóðanna. Þessi mælikvarði var fundinn í samstarfi við sérfræðinga á þessu sviði |