Undirmarkmið og mælikvarðar
Undirmarkmið 1.1
Eigi síðar en árið 2030 hafi sárri fátækt verið útrýmt alls staðar. Miðað verði við að enginn hafi minna á milli handanna en sem nemur 1,25 bandaríkjadölum á dag til að framfleyta sér.
Mælikvarði 1.1.1
Undirmarkmið 1.2
Eigi síðar en árið 2030 búi a.m.k. helmingi færri karlar, konur og börn, óháð aldri, við fátækt eins og hún er skilgreind í hverju landi.
Mælikvarði 1.2.1
Mælikvarði 1.2.2
Undirmarkmið 1.3
Innleidd verði viðeigandi félagsleg kerfi í hverju landi öllum til handa, þ.m.t. lágmarksframfærsluviðmið, sem styðji frá og með árinu 2030 allverulega við fátæka og fólk í viðkvæmri stöðu.
Undirmarkmið 1.4
Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að allir, karlar sem konur, og þá einkum fátækt fólk og fólk í viðkvæmri stöðu, eigi jafnan rétt til efnahagslegra bjargráða og hafi sama aðgengi að grunnþjónustu, eignarhaldi á og yfirráðum yfir landi og öðrum eignum, erfðum, náttúruauðlindum, viðeigandi tækninýjungum og fjármálaþjónustu, þ.m.t. fjármögnun smærri fjárfestinga.
Mælikvarði 1.4.1
Undirmarkmið 1.5
Eigi síðar en árið 2030 verði staða fátækra og fólks í viðkvæmri stöðu styrkt með fyrirbyggjandi aðgerðum til að bregðast við alvarlegum atburðum af völdum loftslagsbreytinga, efnahagslegum eða félagslegum áföllum, umhverfisskaða eða hamförum.
Mælikvarði 1.5.1
Undirmarkmið 1.a
Tryggð verði margvísleg úrræði fyrir þróunarlönd, einkum þau verst settu, þar á meðal með aukinni þróunarsamvinnu, til að þeim standi til boða fullnægjandi og áreiðanleg aðstoð og hrint verði í framkvæmd áætlunum sem miða að því að útrýma fátækt í allri sinni mynd.
Mælikvarði 1.a.1
Mælikvarði 1.a.2
Undirmarkmið 1.b
Mótuð verði traust umgjörð um stefnumál, alþjóðleg, svæðisbundin og á landsvísu, sem byggist á þróunaráætlunum sem taka einkum mið af stöðu fátækra og kynjamismunun, í því skyni að tryggja að aukið fjármagn fari í aðgerðir sem miða að því að útrýma fátækt.