Þessi tafla sýnir lýsigögn fyrir þann mælikvarða sem er fáanlegur úr íslenskum gögnum og er líkastur alþjóðlegum heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu þjóðanna. Vinsamlegast takið eftir að jafnvel þótt alþjóðlegur heimsmarkmiðamælikvarði Sameinuðu þjóðanna sé aðgengilegur úr íslenskum gögnum, ber að hafa þessa töflu til hliðsjónar fyrir upplýsingar um innlenda aðferðarfræði og önnur íslensk lýsigögn
Í grundvallaratriðum njóta allir íbúar með skráða búsetu á Íslandi félagslegrar lágmarksverndar. Nánari upplýsingar og flokkun á félagslegum verndarkerfum má finna á vef Eurostat
Þessi tafla sýnir lýsigögn fyrir heimsmarkmiðamælikvarða eins og þeir eru skilgreindir af tölfræðistofnun Sameinuðu þjóðanna. Fullbúin alþjóðleg lýsigögn eru fáanleg frá tölfræðistofnun Sameinuðu þjóðanna
Heiti mælikvarða |
Hlutfall íbúa sem njóta félagslegrar lágmarksverndar/félagslegra verndarkerfa, eftir kyni, þar sem greint er á milli barna, atvinnulausra einstaklinga, eldri borgara, fatlaðra, barnshafandi kvenna, nýbura, fórnarlamba vinnuslysa, fátækra og annarra í viðkvæmri stöðu. |
---|---|
Númer undirmarkmiðs |
1.3 |
Aðferðarfræðiflokkun Sameinuðu þjóðanna |
2 |
Vörslustofnun Sameinuðu þjóðanna |
Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) |
Hlekkur á lýsigögn Sameinuðu Þjóðanna | Lýsigögn Sameinuðu Þjóðanna (pdf 894kB) opnast í nýjum glugga |