Þessi tafla sýnir lýsigögn fyrir þann mælikvarða sem er fáanlegur úr íslenskum gögnum og er líkastur alþjóðlegum heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu þjóðanna. Vinsamlegast takið eftir að jafnvel þótt alþjóðlegur heimsmarkmiðamælikvarði Sameinuðu þjóðanna sé aðgengilegur úr íslenskum gögnum, ber að hafa þessa töflu til hliðsjónar fyrir upplýsingar um innlenda aðferðarfræði og önnur íslensk lýsigögn
Birtur mælikvarði |
Fjöldi dauðsfalla af völdum hamfara á hverja 100,000 íbúa |
---|---|
Landfræðileg þekja |
Ísland |
Mælieining |
Hlutfall af hverjum 100,000 íbúum |
Skilgreiningar |
Dauðsföll af völdum náttúrhamfara, sem hlutfall af hverjum 100,000 íbúum. Dánarmein sem skráð eru af völdum náttúruhamfara eru; X30 Berskjöldun fyrir náttúrulegum hita, X31 Berskjöldun fyrir náttúrulegum ofurkulda, X32 Berskjöldun fyrir sólgeislun, X34 Fórnarlamb Jarðskjálfta, X35 Fórnarlamb Eldgoss, X36 Fórnarlamb snjóflóðs, skriðu og annarar tilfærslu jarðvegs, X37 Fórnarlamb ofsaverðurs, X38 Fórnarlamb flóða, X39 Berskjöldun fyrir öðrum náttúruöflum. Af þessum dánarmeinum hafa aðeins verið skráð dauðsföll á Íslandi af völdum X31 Berskjöldun fyrir náttúrulegum ofurkulda og X36 Fórnarlamb snjóflóðs, skriðu og annarar tilfærslu jarðvegs |
Útreikningar |
(Fjöldi dauðsfalla / Mannfjöldi) * 100,000 |
Athugasemdir og takmarkanir |
Þessi mælikvarði er notaður sem nálgun á heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu Þjóðanna. Þar sem því má við komast er unnið að því að finna eða þróa íslensk gögn til að uppfylla forskrift Sameinuðu Þjóðanna. Þessi mælikvarði var ekki fundinn í samstarfi við sérfræðinga á þessu sviði. |