Þessi tafla sýnir lýsigögn fyrir þann mælikvarða sem er fáanlegur úr íslenskum gögnum og er líkastur alþjóðlegum heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu þjóðanna. Vinsamlegast takið eftir að jafnvel þótt alþjóðlegur heimsmarkmiðamælikvarði Sameinuðu þjóðanna sé aðgengilegur úr íslenskum gögnum, ber að hafa þessa töflu til hliðsjónar fyrir upplýsingar um innlenda aðferðarfræði og önnur íslensk lýsigögn
Birtur mælikvarði |
Hlutfall íbúa með auðvelt aðgengi að almenningssamgöngum. |
---|---|
Landfræðileg þekja |
Ísland |
Mælieining |
Hundraðshlutar (%) |
Skilgreiningar |
Gögn frá 2019 eru fengin úr Ferðumst saman - Heildarstefna í almenningssamgöngum milli byggða sem var unnin af Innviðaráðuneytinu. Samkvæmt Innviðaráðuneytinu voru gögn um mannfjölda fengin frá Hagstofu Íslands en gögn um almenningssamgöngur voru fengin frá Vegagerðinni. Gögn voru síðan reiknuð á eftirfarandi hátt. Mannfjöldi í sveitarfélögum sem hafa stoppistöðvar í leiðarkerfi almenningssamgangna milli byggða á landi, í lofti og á sjó, deilt með heildarmannfjölda. Gögn frá 2020 eru fengin frá Evrópsku umhverfisstofnuninni (UNEP) og eru þau byggð á gervihnattamyndum þar sem kannað er hvort að biðstöð sé í göngufæri frá byggingu. Ef biðstöð er staðsett innan við 564 metra frá byggingunni þá telst hún vera í göngufæri. Sjá nánar um úrvinnslu myndrænna gagna hér - https://unstats.un.org/sdgs/metadata/files/Metadata-11-07-01.pdf |
Útreikningar |
Engir útreikningar voru framkvæmdir við gagnasöfnun á þessum mælikvarða þar sem viðeigandi gögn voru til staðar. Varðandi innsæi í mögulega útreikninga gagnaveitenda er vísað í frumheimildir. |