Þessi tafla sýnir lýsigögn fyrir þann mælikvarða sem er fáanlegur úr íslenskum gögnum og er líkastur alþjóðlegum heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu þjóðanna. Vinsamlegast takið eftir að jafnvel þótt alþjóðlegur heimsmarkmiðamælikvarði Sameinuðu þjóðanna sé aðgengilegur úr íslenskum gögnum, ber að hafa þessa töflu til hliðsjónar fyrir upplýsingar um innlenda aðferðarfræði og önnur íslensk lýsigögn
Birtur mælikvarði |
Hlutfall milli landnýtingar og fólksfjölgunar. |
---|---|
Lýsing mælikvarða |
Hlutfall milli landnýtingar og fólksfjölgunar. Ef gildið er 1 þá er landnýtingsvöxturinn jafn mikill og fólksfjölgunin og því í æskilegri þróun. Einnig er þróunin æskileg ef gildið fer undir 1, en þá er landnýtisvöxturinn minni en fólksfjölgunin. Aftur á móti ef gildið fer yfir 1 þá er landnýtingsvöxturinn meiri en fólksfjölgunin sem má túlka sem óæskilega þróun. |
Landfræðileg þekja |
Ísland |
Útreikningar |
Hraði fólksfjölgunar = náttúrulegin lógaritminn (fólksfjöldi árs / fólksfjöldi síðasta tímabils) / tími milli mælinga. Hraði landnýtingar = (landnýting á ákveðnu ári / landnýting síðasta tímabils) / tími milli mælinga. Hlutfall milli landnýtingar og fólksfjölgunnar = Hraði landnýtingar / hraði fólksfjölgunar |
Athugasemdir og takmarkanir |
Þessi mælikvarði birtir samanburð á landnýtingu milli áranna 2000, 2006, 2012 og 2018. Gögn fylgja forskrift Sameinuðu Þjóðanna fyrir þennan mælikvarða. Þessi mælikvarði var fundinn í samstarfi við sérfræðinga á þessu sviði. |