Þessi tafla sýnir lýsigögn fyrir þann mælikvarða sem er fáanlegur úr íslenskum gögnum og er líkastur alþjóðlegum heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu þjóðanna. Vinsamlegast takið eftir að jafnvel þótt alþjóðlegur heimsmarkmiðamælikvarði Sameinuðu þjóðanna sé aðgengilegur úr íslenskum gögnum, ber að hafa þessa töflu til hliðsjónar fyrir upplýsingar um innlenda aðferðarfræði og önnur íslensk lýsigögn
Birtur mælikvarði |
Beint efnahagslegt tap í tengslum við hamfarir sem hundraðshluti af vergri landsframleiðslu. |
---|---|
Lýsing mælikvarða |
Beint efnahagslegt tap í tengslum við hamfarir sem hundraðshluti af vergri landsframleiðslu vegna hamfara sem eru vátryggð hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands. |
Landfræðileg þekja |
Ísland |
Mælieining |
Hundraðshlutar (%) |
Skilgreiningar |
Tegundir náttúruhamfara sem eru talin með eru: eldgos, jarðskjálftar, aurskriður, snjóflóð og vatnsflóð. |
Útreikningar |
Engir útreiknigar voru framkvæmdir þar sem gögn lágu þegar fyrir. Fyrir innsæi í einstök atriði mögulegra útreikninga er vísað til gagnaveitenda. |
Athugasemdir og takmarkanir |
Þessi mælikvarði snýr að beinu efnhagslegu tapi sem er vátryggt hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ). NTÍ tryggir fyrir beinu tjóni sem hlýst af eftirtöldum náttúruhamförum: eldgos, jarðskjálftar, aurskriður, snjóflóð og vatnsflóð. Topparnir í grafinu eru vegna snjóflóða m.a. á Flateyri árið 1995, og Suðurlandsskjálfta árin 2000 og 2008 |