Þessi tafla sýnir lýsigögn fyrir þann mælikvarða sem er fáanlegur úr íslenskum gögnum og er líkastur alþjóðlegum heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu þjóðanna. Vinsamlegast takið eftir að jafnvel þótt alþjóðlegur heimsmarkmiðamælikvarði Sameinuðu þjóðanna sé aðgengilegur úr íslenskum gögnum, ber að hafa þessa töflu til hliðsjónar fyrir upplýsingar um innlenda aðferðarfræði og önnur íslensk lýsigögn
Birtur mælikvarði |
Árlegt meðalgildi fíngerðs ryks (þ.e. PM2,5 og PM10) í borgum (vegið m.v. íbúafjölda). |
---|---|
Landfræðileg þekja |
Iceland |
Mælieining |
Annual mean (ug/m3) |
Skilgreiningar |
Meðal ársstyrkur fíns svifryks sem er minna en 2.5 míkrómetrar að þvermáli (PM2.5) er algengur mælikvarði á loftmengun. Meðaltalið er reiknað sem míkrógröm á rúmmeter [μg/m3]. Loftmengun skiptist í marga þætti, þeirra á meðal svifryk. Þessar eindir geta komist djúpt ofan í öndunarfæri og skapa þannig hættu fyrir heilsu manna og auka því líkur á sjúkdómum og sýkingum í öndunarfærum, lungnakrabbameini og hjarta- og æða sjúkdómum. |
Útreikningar |
Árlegur meðalstrkur PM2.5 í þéttbýli er metið með mælingum á jörðu niðri. |
Athugasemdir og takmarkanir |
Svifryk er mælt á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu sem og í Akureyri. Meðaltöl mælistaða eru birt ef 75% af dagmeðaltölum er safnað. Þessi mælikvarði birtir upplýsingar um meðalstyrkleika fíns svifryks (PM2.5) á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri, vegið m.v. íbúafjölda. Gögn fylgja forskrift Sameinuðu Þjóðanna fyrir þennan mælikvarða. Þessi mælikvarði var fundinn í samstarfi við sérfræðinga á þessu sviði. |