Undirmarkmið og mælikvarðar


Undirmarkmið 14.1

Eigi síðar en árið 2025 verði verulega dregið úr og komið í veg fyrir hvers kyns mengun sjávar, einkum frá starfsemi á landi, þ.m.t. rusli í sjó og mengun af völdum næringarefna.

Mælikvarði 14.1.1


Undirmarkmið 14.2

Eigi síðar en árið 2020 verði gengið vel um vistkerfi sjávar og stranda og þau vernduð á sjálfbæran hátt til að koma í veg fyrir skaðleg áhrif, þar á meðal með því að grípa til aðgerða til að endurheimta og hlúa að vistkerfunum og njóta ábatans.

Mælikvarði 14.2.1


Undirmarkmið 14.3

Unnið gegn súrnun sjávar og skaðlegum áhrifum haldið í skefjum, t.d. með því að efla vísindasamstarf á því sviði.

Mælikvarði 14.3.1


Undirmarkmið 14.4

Eigi síðar en árið 2020 verði komið á skilvirku eftirliti með afla og tekið fyrir ofveiði og ólöglegar, óskráðar og stjórnlausar fiskveiðar og skaðlegar veiðiaðferðir. Hrundið verði í framkvæmd áætlunum um stjórn fiskveiða, sem byggjast á vísindalegum grunni, í því skyni að endurheimta fiskstofna á sem skemmstum tíma, a.m.k. að því marki að hámarka sjálfbærni stofna með tilliti til líffræðilegra eiginleika.

Mælikvarði 14.4.1


Undirmarkmið 14.5

Eigi síðar en árið 2020 verði búið að vernda a.m.k. 10% af strandlengjum og hafsvæðum heimsins í samræmi við landslög og alþjóðalög, að teknu tilliti til bestu tiltæku, vísindalegu upplýsinga.

Mælikvarði 14.5.1


Undirmarkmið 14.6

Eigi síðar en árið 2020 verði tilteknar niðurgreiðslur í sjávarútvegi, sem stuðla að ofveiði, bannaðar sem og niðurgreiðslur sem stuðla að ólöglegum, óskráðum og stjórnlausum fiskveiðum. Jafnframt verði reynt að koma í veg fyrir að niðurgreiðslur verði teknar upp í nýju formi og horfst í augu við að mismunandi aðferðir eiga við og eru skilvirkari fyrir þróunarlöndin og ættu í raun að vera órjúfanlegur þáttur í samningaviðræðum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um niðurgreiðslur í sjávarútvegi þróunarríkjunum til handa og þá þeim sem skemmst eru á veg komin.

Undirmarkmið 14.7

Eigi síðar en árið 2030 hafi þau þróunarlönd sem eru smáeyríki og þau sem skemmst eru á veg komin hlotið efnahagslegan ávinning af sjálfbærri nýtingu sjávarauðlinda, meðal annars með því að ástunda sjálfbæra stjórn fiskveiða, sjálfbært fiskeldi í sjó og sjálfbæra ferðaþjónustu.

Undirmarkmið 14.a

Vísindaleg þekking verði aukin og vísindarannsóknir þróaðar ásamt tækniþekkingu í haffræðum, að teknu tilliti til viðmiðunarreglna Alþjóðahaffræðinefndarinnar um hvernig nýta má þekkingu í sjávarútvegi til framþróunar í þróunarlöndunum, einkum þeim sem eru smáeyríki og þeim sem eru skemmst á veg komin, í því skyni að vernda hafið og líffræðilega fjölbreytni þess.

Mælikvarði 14.a.1


Undirmarkmið 14.b

Veita þeim sem veiða í smáum stíl aðgang að sjávarauðlindum og mörkuðum.

Undirmarkmið 14.c

Vernda og efla sjálfbæra nýtingu hafsins og auðlinda þess með því að framfylgja 130 alþjóðalögum, sbr. ákvæði þar að lútandi í hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna þar sem kveðið er á um varðveislu og sjálfbæra nýtingu hafsins og auðlinda þess og nefnt er í 158. gr. í skýrslunni „The future we want“.

Aftur upp