Ekki tölfræðilegur mælikvarði

Árið 2018 var metið að Ísland væri í flokki 5 - Mjög há innleiðing á viðeigandi alþjóðlegum gerningum til að berjast gegn ólöglegum, ótilkynntum og stjórnlausum fiskveiðum. Þessi flokkun er byggð á mati á eftirfylgni með, hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna frá 1982, fiskistofnasamningi Sameinuðu þjóðanna frá 1995 og hafnríkjasamningi Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna frá 2009. Matið tók einnig tillit til innlendrar stefnumörkunar og aðgerðaráætlana til að berjast gegn ólöglegum, ótilkynntum og stjórnlausum fiskveiðum.

Frekari upplýsingar má finna á Mælikvarðasíðu Matvæla- og Landbúnaðarstofnunar Sameinuðu Þjóðanna (FAO).



Þessi tafla sýnir lýsigögn fyrir þann mælikvarða sem er fáanlegur úr íslenskum gögnum og er líkastur alþjóðlegum heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu þjóðanna. Vinsamlegast takið eftir að jafnvel þótt alþjóðlegur heimsmarkmiðamælikvarði Sameinuðu þjóðanna sé aðgengilegur úr íslenskum gögnum, ber að hafa þessa töflu til hliðsjónar fyrir upplýsingar um innlenda aðferðarfræði og önnur íslensk lýsigögn

Þessi tafla sýnir lýsigögn fyrir heimsmarkmiðamælikvarða eins og þeir eru skilgreindir af tölfræðistofnun Sameinuðu þjóðanna. Fullbúin alþjóðleg lýsigögn eru fáanleg frá tölfræðistofnun Sameinuðu þjóðanna

Aftur upp