Þessi tafla sýnir lýsigögn fyrir þann mælikvarða sem er fáanlegur úr íslenskum gögnum og er líkastur alþjóðlegum heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu þjóðanna. Vinsamlegast takið eftir að jafnvel þótt alþjóðlegur heimsmarkmiðamælikvarði Sameinuðu þjóðanna sé aðgengilegur úr íslenskum gögnum, ber að hafa þessa töflu til hliðsjónar fyrir upplýsingar um innlenda aðferðarfræði og önnur íslensk lýsigögn
Birtur mælikvarði |
Skógi vaxin svæði sem hlutfall af heildarlandsvæði. |
---|---|
Landfræðileg þekja |
ísland |
Mælieining |
Hundraðshlutar (%) |
Skilgreiningar |
Skógur er skilgreindur sem skóglendi þar sem tré geta náð yfir fimm metra hæð. Þessi skilgreining undanskilur stóran hluta innlendra skóga, þ.m.t. náttúrulegra birkiskóga. Því eru einnig birtar upplýsingar um þekju skóglendis þar sem tré ná ekki fimm metra hæð. |
Útreikningar |
(Þekja skóglendis / Heildarflatarmál lands) * 100 |
Athugasemdir og takmarkanir |
Skilgreining Sameinuðu Þjóðanna á skógi er “landsvæði sem er stærra en 0.5 hectarar þar sem tré eru fimm metra há eða hærri og þekja yfir 10% svæðsins, eða þar sem skógur getur náð þessum viðmiðunarmörkum”. Þessi skilgreining undanskilur stóran hluta innlendra skóga, þ.m.t. náttúrulegra birkiskóga. Því eru einnig birtar upplýsingar um þekju skóglendis þar sem tré ná ekki fimm metra hæð. Gögn fylgja forskrift Sameinuðu Þjóðanna fyrir þennan mælikvarða. Þessi mælikvarði var fundinn í samstarfi við sérfræðinga á þessu sviði. |