Þessi tafla sýnir lýsigögn fyrir þann mælikvarða sem er fáanlegur úr íslenskum gögnum og er líkastur alþjóðlegum heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu þjóðanna. Vinsamlegast takið eftir að jafnvel þótt alþjóðlegur heimsmarkmiðamælikvarði Sameinuðu þjóðanna sé aðgengilegur úr íslenskum gögnum, ber að hafa þessa töflu til hliðsjónar fyrir upplýsingar um innlenda aðferðarfræði og önnur íslensk lýsigögn
Birtur mælikvarði |
Hlutfall landhnignunar af heildarlandsvæði. |
---|---|
Lýsing mælikvarða |
Landi er skipt upp í fimm ástandsflokka eftir ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda. Eftir því sem flokkur fær hærri einkunn því meiri er vistfræðileg virkni á svæðinu, því betri er vatnshagurinn og því meiri er stöðuleikinn og rofið minna. Flokkur 1- Svæði með takmarkaða virkni í vistkerfinu og/eða lítinn stöðugleika auk mikils rofs (ástandseinkunn 5-12). Flokkur 2- Svæði með lítinn stöðugleika og/eða litla vistfræðilega virkni (ástandseinkunn 13-16) Flokkur 3- Svæði þar sem vistkerfi er með nokkra eða talsverða virkni og talsvert rof EÐA svæði með litla virkni og lítið rof, t.d. mosavaxin hraun EÐA svæði með nokkuð háa vistgerðaeinkunn en rof er töluvert/mikið, t.d. vel gróin svæði með virkum rofabörðum (ástandseinkunn 17-21). Flokkur 4- Svæði með meðalvirku vistkerfi og/eða stöðuleika en með lítið rof eða svæði með mikla virkni vistkerfisins og frekar stöðug en með nokkuð rof, t.d. vel gróin svæði með rofabörðum (ástandseinkunn 22-26). Flokkur 5- Svæði með miklavirkni vistkerfisins og lítið rof (ástandseinkunn 27-30). |
Landfræðileg þekja |
Ísland |
Mælieining |
Hundraðshlutar (%) |
Skilgreiningar |
Um aðferðarfræði ástandsmats má lesa í skýrslu um Stöðumat á ástandi gróðurog jarðvegsauðlinda Íslands |
Athugasemdir og takmarkanir |
Þessi mælikvarði er notaður sem nálgun á heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu Þjóðanna. Þar sem því má við komast er unnið að því að finna eða þróa íslensk gögn til að uppfylla forskrift Sameinuðu Þjóðanna. Þessi mælikvarði var fundinn í samstarfi við sérfræðinga á þessu sviði. |