Þessi tafla sýnir lýsigögn fyrir þann mælikvarða sem er fáanlegur úr íslenskum gögnum og er líkastur alþjóðlegum heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu þjóðanna. Vinsamlegast takið eftir að jafnvel þótt alþjóðlegur heimsmarkmiðamælikvarði Sameinuðu þjóðanna sé aðgengilegur úr íslenskum gögnum, ber að hafa þessa töflu til hliðsjónar fyrir upplýsingar um innlenda aðferðarfræði og önnur íslensk lýsigögn
Birtur mælikvarði |
Rauðlistastuðull |
---|---|
Landfræðileg þekja |
Ísland |
Mælieining |
Vísitala |
Skilgreiningar |
Náttúrufræðistofnun Íslands gefur út válista yfir lífríki landsins. Gefnir hafa verið út válistar plantna, fugla og spendýra. |
Útreikningar |
Rauðlistastuðullinn var reiknaður fyrir ákveðin tímapunkt með því að margfalda fjölda dýrategunda í hverjum rauðlistaflokki með vigt (sem fer frá 0 fyrir “ekki í hættu” upp í 5 fyrir “Útdauð”) og leggja þau gildi saman. Í þessa summu er svo deilt með hámarksvigt og fjölda dýrategunda sem metnar eru í hverjum flokki. Þetta gildi er svo dregið frá einum til að fá gildi rauðlista vísitölunnar. |
Athugasemdir og takmarkanir |
Gögn fylgja forskrift Sameinuðu Þjóðanna fyrir þennan mælikvarða. Þessi mælikvarði var fundinn í samstarfi við sérfræðinga í málefninu. |