Samkvæmt reglugerð um innflutning, ræktun og dreifingu útlendra plöntutegunda nr. 583/2000 er óheimilt að flytja inn eftirfarandi plöntutegundir: Azolla filiculoides, Bunias orientalis (rússakál), Elodea canadensis (vatnapest), Fallopia japonica, Fallopia sachalinensis, Galinsoga quadriradiata, Heracleum persicum (húnakló), Heracleum mantegazzianum (bjarnarkló), Heracleum sp., Impatiens parviflora (snuddulísa), Petasites hybridus (hrossafífill), Senecio inaequidens, Solidago canadensis (kanadagullhrís), Solidago gigantea og Spartina anglica. Einnig er óheimilt að að rækta útlendar tegundir á friðlýstum svæðum, á landslagsgerðum er njóta sérstakrar verndar og alls staðar ofan 400 metra hæðar yfir sjó.

Aukinheldur er Ísland aðili að NOBANIS samstarfsverkefni þjóða í Norður-Evrópu um að draga úr eða koma í veg fyrir tjón af völdum ágengra tegunda. Náttúrfræðistofnun Íslands tekur þátt í NOBANIS verkefninu fyrir Íslands hönd. Tilgangur verkefnisins er að þróa og búa til net gagnagrunna með upplýsingum um framandi tegundir í Norður-Evrópu og gera þær aðgengilegar á vefnum. Þar má meðal annars finna upplýsingar um fjölda ágengra eða mögulegra ágengra tegunda á Íslandi.

Þessi tafla sýnir lýsigögn fyrir þann mælikvarða sem er fáanlegur úr íslenskum gögnum og er líkastur alþjóðlegum heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu þjóðanna. Vinsamlegast takið eftir að jafnvel þótt alþjóðlegur heimsmarkmiðamælikvarði Sameinuðu þjóðanna sé aðgengilegur úr íslenskum gögnum, ber að hafa þessa töflu til hliðsjónar fyrir upplýsingar um innlenda aðferðarfræði og önnur íslensk lýsigögn

Þessi tafla sýnir lýsigögn fyrir heimsmarkmiðamælikvarða eins og þeir eru skilgreindir af tölfræðistofnun Sameinuðu þjóðanna. Fullbúin alþjóðleg lýsigögn eru fáanleg frá tölfræðistofnun Sameinuðu þjóðanna

Aftur upp