Þessi tafla sýnir lýsigögn fyrir þann mælikvarða sem er fáanlegur úr íslenskum gögnum og er líkastur alþjóðlegum heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu þjóðanna. Vinsamlegast takið eftir að jafnvel þótt alþjóðlegur heimsmarkmiðamælikvarði Sameinuðu þjóðanna sé aðgengilegur úr íslenskum gögnum, ber að hafa þessa töflu til hliðsjónar fyrir upplýsingar um innlenda aðferðarfræði og önnur íslensk lýsigögn
Birtur mælikvarði |
Tíðni mæðradauða. |
---|---|
Landfræðileg þekja |
Ísland |
Mælieining |
Hlutfall á hverja 100.000 lifandi fædda. |
Skilgreiningar |
Mæðradauði er skilgreindur sem dauði sem á sér stað meðan á meðgöngu stendur eða innan 42 dögum eftir að meðgöngu lýkur, óháð lengd eða staðsetningu meðgöngu, af öllum þeim sökum sem tengdar eru meðgöngunni, en ekki vegna slysa eða ótengdra atvika. |
Útreikningar |
(Fjöldi látinna kvenna (vegna fylgikvilla þungunar, barnsburðar og sængurlegu) / Fjöldi lifandi fædda) * 100.000 |
Athugasemdir og takmarkanir |
Þessi mælikvarði er notaður sem nálgun á heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu Þjóðanna. Þar sem því má við komast er unnið að því að finna eða þróa íslensk gögn til að uppfylla forskrift Sameinuðu Þjóðanna. Þessi mælikvarði var fundinn í samstarfi við sérfræðinga á þessu sviði. |