Þessi tafla sýnir lýsigögn fyrir þann mælikvarða sem er fáanlegur úr íslenskum gögnum og er líkastur alþjóðlegum heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu þjóðanna. Vinsamlegast takið eftir að jafnvel þótt alþjóðlegur heimsmarkmiðamælikvarði Sameinuðu þjóðanna sé aðgengilegur úr íslenskum gögnum, ber að hafa þessa töflu til hliðsjónar fyrir upplýsingar um innlenda aðferðarfræði og önnur íslensk lýsigögn
Birtur mælikvarði |
Hlutfall fæðinga sem eiga sér stað á heilbrigðisstofnunum |
---|---|
Lýsing mælikvarða |
Hlutfall fæðinga sem eiga sér stað á heilbrigðisstofnunum |
Landfræðileg þekja |
Ísland |
Mælieining |
Hundraðshlutar (%) |
Skilgreiningar |
Hlutfall fæðinga þar sem faglærðir heilbrigðisstarfsmenn eru til staðar (læknar, hjúkrunarfræðingar eða ljósmæður) er hlutfall fæðinga þar sem faglærðir heilbrigðisstarfsmenn, þjálfaðir í ummönnun ungabarna og mæðra, jafnt á meðgöngu sem og við og eftir fæðingu, eru viðstaddir. Með fæðingu er átt við fæðingu eins eða fleiri barna, þar með talið andvana fædd börn. Andvana fætt barn er barn sem fætt er eftir 24 eða fleirri vikur meðgöngu sem aldrei dró anda eða sýndi lífsmerki. |
Útreikningar |
Hlutfall kvenna sem fæða börn sín á heilbrigðisstofnunum má reikna með því að deila fjölda mæðra sem fæða börn sín á heilbrigðisstofnunum með heildarfjölda fæðinga, margfaldað með 100. |
Athugasemdir og takmarkanir |
Hlutfall fæðinga sem eiga sér stað á heilbrigðisstofnunum er hér notað í stað skilgreinds mælikvarða Sameinuðu Þjóðanna. Í lang flestum tilvikum eiga heimafæðingar sér stað í návist ljóðsmæðra svo ætla má að hlutfall fæðinga þar sem faglærðir heilbrigðisstarfsmenn eru ekki viðstaddir sé afar fátítt. Þessi mælikvarði er notaður sem nálgun á heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu Þjóðanna. Þar sem því má við komast er unnið að því að finna eða þróa íslensk gögn til að uppfylla forskrift Sameinuðu Þjóðanna. Þessi mælikvarði var ekki fundinn í samstarfi við sérfræðinga á þessu sviði. |