Þessi tafla sýnir lýsigögn fyrir þann mælikvarða sem er fáanlegur úr íslenskum gögnum og er líkastur alþjóðlegum heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu þjóðanna. Vinsamlegast takið eftir að jafnvel þótt alþjóðlegur heimsmarkmiðamælikvarði Sameinuðu þjóðanna sé aðgengilegur úr íslenskum gögnum, ber að hafa þessa töflu til hliðsjónar fyrir upplýsingar um innlenda aðferðarfræði og önnur íslensk lýsigögn
Gögnum um mælikvarðann er ekki markvisst safnað en leiða má líkur að því að hlutfallið sé 100%.
Grunnþátturinn heilbrigði og velferð í aðalnámskrá fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla sem kom út árið 2011 leggur m.a. áhersla á jákvæða sjálfsmynd, góð samskipti og kynheilbrigði. Hver og einn skóli skipuleggur nám og kennslu í samræmi við grunnþætti aðalnámskrár og útfærir í skólanámskrá hvernig markmiðum skuli náð.
Í lögum um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir nr. 25/1975 kemur fram í 2. gr að gefa skal fólkli kost á ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og í 3. gr. kemur fram að ráðgjafaþjónusta þessi skal m.a. veitt á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum.
Í reglugerð um heilsugæslustöðvar nr. 787/2007 kemur fram í 2. gr að markmið með rekstri heilsugæslustöðva er að tryggja öllum landsmönnum fullnægjandi heilsugæslu í heimabyggð. Þá segir 13. gr. sömu reglugerðar “…Einnig skal leitast við að stuðla að auknu öryggi og vellíðan foreldra og búa þá undir foreldrahlutverk sitt með fræðslu og ráðgjöf um meðgöngu, fæðingu og sængurlegu”. Í 14. gr sömu reglugerðar er einnig tilgreind foreldrafræðsla undir þjónustu heilsugæslustöðva
Þessi tafla sýnir lýsigögn fyrir heimsmarkmiðamælikvarða eins og þeir eru skilgreindir af tölfræðistofnun Sameinuðu þjóðanna. Fullbúin alþjóðleg lýsigögn eru fáanleg frá tölfræðistofnun Sameinuðu þjóðanna
Heiti mælikvarða |
Hlutfall kvenna á barneignaaldri (15-49 ára) sem fá fullnægjandi og nútímalega þjónustu m.t.t. fjölskylduáætlanagerðar. |
---|---|
Númer undirmarkmiðs |
3.7 |
Aðferðarfræðiflokkun Sameinuðu þjóðanna |
1 |
Vörslustofnun Sameinuðu þjóðanna |
Mannfjöldadeild Efnahags- og félagsmálaskrifstofu Sameinuðu Þjóðanna (DESA) |
Hlekkur á lýsigögn Sameinuðu Þjóðanna | Lýsigögn Sameinuðu Þjóðanna (pdf 865kB) opnast í nýjum glugga |