Þessi tafla sýnir lýsigögn fyrir þann mælikvarða sem er fáanlegur úr íslenskum gögnum og er líkastur alþjóðlegum heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu þjóðanna. Vinsamlegast takið eftir að jafnvel þótt alþjóðlegur heimsmarkmiðamælikvarði Sameinuðu þjóðanna sé aðgengilegur úr íslenskum gögnum, ber að hafa þessa töflu til hliðsjónar fyrir upplýsingar um innlenda aðferðarfræði og önnur íslensk lýsigögn
Birtur mælikvarði |
Dánartíðni sem rekja má til mengaðs vatns, lélegrar salernisaðstöðu og skorts á hreinlæti (ófullnægjandi aðgangur að hreinu vatni, salernisaðstöðu og hreinlæti, WASH-þjónustu). |
---|---|
Lýsing mælikvarða |
Þessi mælikvarði sýnir upplýsingar um fjölda dauðsfalla sem rekja má til mengaðs vatns, lélegrar salernisaðstöðu og skorts á hreinlæti (með áherslu á WASH-þjónustu) sem hefði mátt koma í veg fyrir með því að bæta gæði þessara þjónusta og aðferða. Mælikvarðinn byggir á skráðum dánarmeinum og veitir þannig upplýsingar um raunverulegar sýkingar sem hljótast af þeim hættum sem mældar eru í undirmarkmiðum 6.1, 6.2 and 6.3. |
Landfræðileg þekja |
Ísland |
Mælieining |
Hlutfall af hverjum 100.000 íbúum |
Skilgreiningar |
Dauðsföll sem rekja má til mengaðs vatns, lélegrar salernisaðstöðu og skorts á hreinlæti með áherslu á ófullnægjandi WASH-þjónustu, birt sem hlutfall af 100.000 íbúum. Dánarmein sem falla hér undir eru niðurgangur sem rekja má til WASH aðstæðna (ICD-10 kóðar A00, A01, A03, A04, A06-A09), ormasýking í þörmum (ICD-10 kóðar B76-B77, B79) og próteinskortur (ICD-10 kóði E40-E46). |
Útreikningar |
(Fjöldi sem rekja má til ónægra vatnsgæða, lélegrar hreinlætisaðstöðu og skorts á hreinlæti (óöruggri WASH þjónustu) / Meðalmannfjöldi) * 100.000 |
Athugasemdir og takmarkanir |
Gögn fylgja forskrift Sameinuðu Þjóðanna fyrir þennan mælikvarða. Þessi mælikvarði var fundinn í samstarfi við sérfræðinga á þessu sviði. |