Þessi tafla sýnir lýsigögn fyrir þann mælikvarða sem er fáanlegur úr íslenskum gögnum og er líkastur alþjóðlegum heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu þjóðanna. Vinsamlegast takið eftir að jafnvel þótt alþjóðlegur heimsmarkmiðamælikvarði Sameinuðu þjóðanna sé aðgengilegur úr íslenskum gögnum, ber að hafa þessa töflu til hliðsjónar fyrir upplýsingar um innlenda aðferðarfræði og önnur íslensk lýsigögn
Birtur mælikvarði |
Atvinnuleysishlutfall eftir kyni og aldri |
---|---|
Lýsing mælikvarða |
Atvinnuleysishlutfall er gagnlegur mælikvarði á vannýtingu vinnuafls. Það endurspeglar vangetu hagkerfis til að útvega þeim vinnu sem vilja vinna, geta það og eru í virkri atvinnuleit en fá ekki atvinnu. Það er því mæilkvarði á skilvirkni hagkerfis til að virkja vinnuafl landins og frammistöðu vinnumarkaðarinns. Skammtímatölur um atvinnuleysishlutfall geta sýnt upplýsingar um lotubundnar breytingar í atvinnulífinu; aukning á atvinnuleysishlutfalli á sér oft stað samhliða samdrætti í efnahagi landa, eða í sumum tilvikum upphafi þensluskeiðs þar sem einstaklingar sem utan vinnumarkaðarinns hefja virka atvinnuleit.indicator_name: Atvinnuleysishlutfall eftir kyni, aldri og fötluðum einstaklingum. |
Landfræðileg þekja |
Ísland |
Mælieining |
Hundraðshlutar (%) |
Skilgreiningar |
Atvinnuleysishlutfall mælir fjölda einstaklinga yfir 16 ára aldri sem hafa verið í virkri atvinnuleit á síðustu fjórum vikum og geta hafið störf innan tveggja vikna. Atvinnuleysishlutfall er hlutfall atvinnulausra einstaklinga af þeim sem eru á vinnumarkaði. |
Útreikningar |
(Fjöldi atvinnulausra einstaklinga / Heildarfjöldi á vinnumarkaði) * 100 |
Athugasemdir og takmarkanir |
Gögn fylgja forskrift Sameinuðu Þjóðanna fyrir þennan mælikvarða. Þessi mælikvarði var fundinn í samstarfi við sérfræðinga á þessu sviði. |