Þessi tafla sýnir lýsigögn fyrir þann mælikvarða sem er fáanlegur úr íslenskum gögnum og er líkastur alþjóðlegum heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu þjóðanna. Vinsamlegast takið eftir að jafnvel þótt alþjóðlegur heimsmarkmiðamælikvarði Sameinuðu þjóðanna sé aðgengilegur úr íslenskum gögnum, ber að hafa þessa töflu til hliðsjónar fyrir upplýsingar um innlenda aðferðarfræði og önnur íslensk lýsigögn
Birtur mælikvarði |
Fjöldi barna, yngri en 19 ára, á staðgreiðsluskrá, eftir kyni og aldri |
---|---|
Landfræðileg þekja |
Ísland |
Mælieining |
Hlutfall af hverjum 1000 starfandi íbúum |
Skilgreiningar |
Ungt fólk í staðgreiðsluskrá sem er yngra en 15 ára eða á aldrinum 15-19 ára, hvort það sé búsett á landinu eða ekki. Í þýðinu eru allir sem fá skattskyldar tekjur, það er, staðgreiðsla launa (þar á meðal, fæðingarorlofsgreiðslur), reiknað endurgjald og einstaklingar sem eru launagreiðendur (samkvæmt launagreiðendaskrá). Um er að ræða bráðabirgðatölur sem geta tekið breytingum yfir tíma þar sem gæði grunngagna eru betri fyrir nýrri ár. |
Útreikningar |
(Fjöldi starfandi barna / Fjöldi starfandi íbúa) * 1.000. |
Athugasemdir og takmarkanir |
Þessi mælikvarði er notaður sem nálgun á heimsmarkmiðamælikvarða Sameinuðu Þjóðanna. Þar sem því má við komast er unnið að því að finna eða þróa íslensk gögn til að uppfylla forskrift Sameinuðu Þjóðanna. Þessi mælikvarði var fundinn í samstarfi við sérfræðinga á þessu sviði. |