Undirmarkmið og mælikvarðar


Undirmarkmið 13.1

Auka viðbragðsáætlanir og forvarnir við vá af völdum loftslagsbreytinga og náttúruhamfara alls staðar í heiminum.

Undirmarkmið 13.2

Ráðstafanir vegna loftslagsbreytinga verði að finna í landsáætlunum, stefnumótunum og skipulagi.

Mælikvarði 13.2.2


Undirmarkmið 13.3

Menntun verði aukin til að vekja fólk til meðvitundar um hvernig mannauður og stofnanir geta haft áhrif og brugðist við loftslagsbreytingum, þar á meðal með snemmbúnum viðbúnaði og viðvörunum.

Undirmarkmið 13.a

Efnd verði fyrirheit hátekjuríkja um 100 milljarða dala framlag, bæði frá hinu opinbera og einkaaðilum, í því skyni að aðstoða þróunarlönd við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að gagnsæjum aðgerðum. Jafnframt verði unnið sem fyrst að fjármögnun Græna loftslagssjóðsins svo að hann geti starfað af fullum krafti.

Undirmarkmið 13.b

Finna leiðir til að skipuleggja og stjórna betur loftslagsaðgerðum í þeim þróunarlöndum sem skemmst eru á veg komin og þeim sem eru smáeyríki og leggja í því tilliti áherslu á konur, ungt fólk, byggðarlög og jaðarsamfélög.

Aftur upp